Bragðgóður lærdómur með Brago
Bragðgóður lærdómur með Brago og Töfratali, ný verkefnabók styður við málþroska og læsi barna
Verkefnin í bókinni þjálfa hljóðkerfisvitund barna, en hún er sá hluti málþroskans sem leggur grunninn að lestrarfærni. Stafirnir í Brago stafakexinu eru tilvaldir til að ýta undir áhuga barna á bókstöfum og hljóðum þeirra.
Þegar við leikum með hljóðin og stafina aukum við meðvitund barna um hljóðræna uppbyggingu tungumálsins og búum þau undir lestrarnám. Það skiptir máli að leggja grunninn snemma og því má finna verkefni í bókinni sem henta börnum frá þriggja ára aldri og upp í fyrstu bekki grunnskólans.
Þú nálgast verkefnabókina hér að neðan.