Hvernig varð Töfratal til?
·Við vinkonurnar kynntumst á fyrsta deginum okkar í meistaranáminu í talmeinafræði árið 2016. Upp hófst góður vinskapur sem hefur haldið allar götur síðan.
Kveikjan að Töfratali varð eftir að við höfðum allar starfað sem talmeinafræðingar í nokkur ár og áttuðum okkur á að það væri
rík þörf fyrir vettvang þar sem foreldrar, og aðrir sem sinna börnum, gætu sótt sér einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um málþroska barna og lært leiðir til að styðja við hann
Við stofnuðum instagram síðu undir heiti Töfratals snemma árs 2024 og hófum að deila fræðslu og fróðleik um málþroska og framburð barna. Nú lítur ljós heimasíða þar sem von bráðar verður m.a. hægt að nálgast hagnýt fræðsluerindi um leiðir til að efla mál og tal barna.
Á okkar vegferð höfum við verið það lánsamar að hljóta styrki frá Landsbankanum og Barnavinafélaginu Sumargjöf.